CBDF

Crown Sigma UCITS plc

Samkvæmt 92. grein í tilskipun nr. 2009/65/EB frá 13. júlí 2009, með breytingum tilskipunar (ESB) nr. 2019/1160 frá 20. júní 2019, gerir Crown Sigma UCITS plc („fyrirtækið“) aðgengilega, í hverju aðildarríki þar sem það hyggst markaðssetja hlutabréf sín, aðstöðu til að inna af hendi eftirfarandi verk sem merkt eru a) til f).  

Vinsamlegast athugaðu að ef misræmi verður gilda skilyrðin sem kveðið er á um í útboðslýsingu fyrirtækisins. Neðangreint er til upplýsinga einvörðungu og er veitt í samræmi við 92. grein í tilskipun nr. 2009/65/EB frá 13. júlí 2009.  

Skilgreindir skilmálar sem notaðir eru í þessu skjali, og eru ekki á annan hátt skilgreindir í þessu skjali, skulu hafa sömu merkingu og þeim er gefin í útboðslýsingu fyrirtækisins.  

a. Afgreiðsla áskrifta, endurkaup og innlausnir og framkvæmd annarra greiðslna til hluthafa sem tengjast hlutabréfum fyrirtækisins, í samræmi við skilyrðin sem kveðið er á um í útboðslýsingunni og PRIIP upplýsingaskjalinu fyrir lykilfjárfesta (KID). 
a1)       HVAÐA AÐILI BER ÁBYRGÐ Á VEITINGU SLÍKRAR ÞJÓNUSTU?

Eins og kveðið er á um í útboðslýsingu fyrirtækisins mun RBC Investor Services Ireland Limited („RBC ISIL“) („stjórnandinn“) vinna úr öllum áskriftum og innlausnarpöntunum frá fjárfestum og framkvæma aðrar viðeigandi greiðslur til fjárfesta með tilliti til fyrirtækisins  

Hægt er að hafa samband við RBC ISIL með eftirfarandi samskiptaupplýsingum:  

RBC Investor Services Ireland Limited 
4th Floor, One George's Quay Plaza,  
George's Quay,  
Dublin 2, 
Ireland 
Dublin_TA_Customer_Support@rbc.com

b. Veita fjárfestum upplýsingar um hvernig eigi að gera pantanir sem vísað er til í lið a. og hvernig endurkaup og innlausnir eru greiddar 
b1)       HVERNIG GETUR ÞÚ GERST ÁSKRIFANDI AÐ NÝJUM HLUTABRÉFUM Í FYRIRTÆKINU?

Subscription of Shares 
Umsóknir um hlutabréf skulu sendar með því að fylla út umsóknareyðublaðið.    

Aðeins er hægt að leggja inn frumumsókn um hlutabréf með því að senda inn útfyllt umsóknarform ásamt fylgiskjölum sem þar koma fram (þar á meðal en ekki eingöngu skjöl sem tengjast forvörnum gegn peningaþvætti og skattastöðu) til stjórnandans með pósti eða faxi, RBC Investor Services Ireland Limited, 4th Floor, One George’s Quay Plaza, George’s Quay, Dublin 2, Ireland. Upprunalegt undirritað umsóknarform og fylgiskjöl skulu send til stjórnanda án tafar.   

Eftir að upprunalegar áskriftir eru samþykktar af stjórnandanum má senda umsóknir til hans með pósti, faxi eða með því að nota viðurkenndan rafrænan viðskiptaverkvang.    

Ef þú ert að sækja um áskrift að hlutabréfum í gegnum rafrænan viðskiptaverkvang verður þú að gera það í samræmi við skilmála slíks rafræns viðskiptaverkvangs.    

Ekki má hætta við umsóknir um áskrift að hlutabréfum (sem sendar eru á einhvern þann máta sem getið er um hér að ofan) nema með skriflegu samþykki stjórnar eða ef það kemur til frávísunar á útreikningum á hreinu eignavirði viðkomandi undirsjóðs eða stöðvunar á útgáfu hlutabréfa í viðkomandi undirsjóði.    

Minimum Subscription
 
Þar sem kveðið er á um það í viðkomandi viðauka verður hver umsækjandi að uppfylla lágmarksupphæð stofnfjárfestingar sem gildir um viðeigandi flokk og hver hluthafi verður að halda hlutabréfum sem jafngilda lágmarkshlutabréfaeign sem gildir um hvern flokk. Allar seinni áskriftir að hlutabréfum í flokki verða einnig að uppfylla lágmarksupphæð viðbótarfjárfestingar, ef við á, sem tilgreind er í viðkomandi viðauka.    

Við útreikninga á lágmarksupphæð stofnfjárfestingar og lágmarkshlutabréfaeignar er stjórn heimilt að safna saman fjárfestingum frá mörgum skráðum hluthöfum sem eru undir stjórn eða umsjón sama lögaðila.    

Stjórn eða framkvæmdastjóri áskilja sér rétt frá einum tíma til annars til að afsala sér öllum kröfum er tengjast lágmarksupphæð stofnfjárfestingar og lágmarksupphæð viðbótarfjárfestingar og lágmarkshlutabréfaeignar eftir eigin geðþótta og hvenær sem er, með sanngjörnum fyrirvara.    

Lágmarksupphæð stofnfjárfestingar og lágmarkshlutabréfaeign sem eiga við um hvern flokk eru birtar í viðkomandi viðauka við útboðslýsinguna fyrir hvern undirsjóð sem um ræðir.    

Subscription Deadline 
 
Umsóknir um hlutabréf sem eru mótteknar og samþykktar af stjórnanda innan tímafrests viðkomandi viðskipta fyrir undirsjóð með tilliti til tiltekins viðskiptadags verða vanalega afgreiddar sem á þeim viðskiptadegi. Viðskiptadagar og tímafrestur viðskipta sem tengjast hverjum undirsjóði eru tilgreindir í viðkomandi viðauka við útboðslýsingu fyrir þann undirsjóð sem þú valdir.  

Allar umsóknir um hlutabréf sem eru mótteknar eftir viðeigandi tímafrest viðskipta fyrir tiltekinn viðskiptadag verða afgreiddar næsta viðskiptadag á eftir nema ef stjórn eða framkvæmdastjóri ákveður að samþykkja eina eða fleiri umsóknir sem berast eftir tímafrest viðskipta en fyrir verðmatstíma þess tiltekna viðskiptadags. Sjá útboðslýsingu, hluta 3.1.1. „Dealing Deadline“.  

Issue Price
 
Á upprunalegu tilboðstímabili eða upprunalegum áskriftardegi [sem bæði þýða það tímabil sem hlutabréfin voru upphaflega boðin á upprunalegu útgáfuverði], skal upprunalegt útgáfuverð fyrir hlutabréf í flokknum sem þú vilt gerast áskrifandi að vera sú upphæð sem kveðið er á um fyrir slíkan flokk í viðaukanum við þá útboðslýsingu sem samsvarar viðkomandi undirsjóði.    

Eftir það skulu hlutabréf gefin út á hreinu eignavirði á hvert hlutabréf viðeigandi flokks á viðeigandi viðskiptadegi sem ákvarðað er í samræmi við þau ákvæði sem kveðið er á um í þeim hluta útboðslýsingarinnar sem ber heitið Valuation Principals, með breytingum (þar sem við á) í samræmi við upphæð til að endurspegla allar álögur til að sporna við þynningu og/eða skatta og gjöld.   

Payment for Shares
 
Greiðslur með tilliti til útgáfu á hlutabréfum skulu framkvæmdar fyrir þá greiðsludagsetningu vegna áskriftar sem tilgreind er í viðeigandi viðauka með rafrænni millifærslu á þann bankareikning sem tilgreindur er á umsóknareyðublaðinu.    

Greiðslur skulu framkvæmdar úr tiltækum sjóðum í gjaldmiðli viðeigandi flokks.    

Þau sem áhuga hafa á að kaupa hlutabréf ættu að kynna sér (a) þær lagareglur sem gilda í heimalöndum þeirra um hlutabréfakaup, (b) hverjar þær takmarkanir sem kynnu að gilda um gjaldeyrisviðskipti (c) tekjuskatts- og annars konar skattalegar afleiðingar sem kunna að leiða af kaupum og innlausn hlutabréfa. 

Nánari upplýsingar er að finna í útboðslýsingunni, nánar tiltekið hluta 3. „Share Dealings“. Vinsamlegast athugaðu að mögulega getur þú ekki fjárfest í öllum flokkum og öllum undirsjóðum sem kynntir eru í útboðslýsingunni og viðaukum hennar, þar sem þeir eru mögulega ekki opnir fyrir áskriftir í þínu landi. 

b2)       HVER ER GJALDTAKAN FYRIR ÁSKRIFTIR AÐ NÝJUM HLUTABRÉFUM?

Þar sem það kemur fram í viðkomandi viðauka er til greiðslu áskriftargjald sem er allt að 5% við útgáfu hlutabréfa. Þetta gjald bætist ofan á allar álögur til að sporna við þynningu sem gætu verið lagðar á. Þess skal getið að upphæðin sem greidd er fyrir útgefin hlutabréf getur farið umfram virði þeirra á útgáfudegi.    

Þegar undirsjóður kaupir/gengur inn í eða selur/gengur út úr fjárfestingum til að bregðast við beiðni um útgáfu eða innlausn hlutabréfa, mun hann vanalega falla í virði sem samsvarar þeim kostnaði sem hann verður fyrir vegna kaupa eða sölu á slíkum fjárfestingum. Þar sem það er tekið fram í viðkomandi viðauka gæti stjórn innheimt álögur til að sporna við þynningu, en markmiðið með því er að draga úr áhrifum slíks kostnaðar (ef hann er verulegur getur hann sett núverandi hluthafa viðkomandi undirsjóðs í verri stöðu) til að varðveita undirliggjandi eignir undirsjóðsins.   

Frekari upplýsingar varðandi áskriftargjöld er að finna í hluta 3. „Share Dealing“ og 7. „Fees and Expenses“ í útboðslýsingunni. 

b3)       HVERNIG GETUR ÞÚ INNLEYST HLUTABRÉFIN?

Með fyrirvara um allar takmarkanir sem gætu verið tilgreindar í útboðslýsingunni getur hluthafi beðið um endurkaup á öllum hlutabréfum sínum eða hluta þeirra á hvaða viðskiptadegi sem er.    

Beiðni um endurkaup á hlutabréfum skal berast fyrirtækinu (undir umsjón stjórnandans) fyrir tímafrest viðskipta fyrir viðeigandi innlausnardag eins og tilgreint er í viðkomandi viðauka við útboðslýsinguna sem tengist undirsjóðnum sem þú gerðist áskrifandi að.    

Beiðnir um innlausnir skulu vera skriflegar, með faxi eða í gegnum viðurkenndan rafrænan viðskiptaverkvang. Aðeins er tekið á móti beiðnum um innlausnir rafrænt þar sem hluthafi hefur samþykkt skilmála og skilyrði fyrir notkun á slíkri þjónustu.   

Hlutabréf verða endurkeypt á hreinu eignavirði á hvert hlutabréf viðkomandi flokks á viðkomandi viðskiptadegi og skulu endurgreidd innlausnarhluthöfum á endurkaupaverði eða, þar sem kveðið er á um það í viðkomandi viðauka, á endurkaupaverði sem er lægra en það innlausnargjald sem er til greiðslu, ef við á. Þetta gjald bætist ofan á allar álögur til að sporna við þynningu og/eða skatta og gjöld sem gætu verið lögð á.  
Því gætu mótteknar greiðslur fyrir innleyst hlutabréf verið lægri en hreint eignavirði á hvert hlutabréf á viðkomandi viðskiptadegi.   

Nánari upplýsingar er að finna í útboðslýsingunni, nánar tiltekið í hluta 3.2 „Redemption of Shares“.  

b4)       HVER ER GJALDTAKAN FYRIR INNLAUSN Á HLUTABRÉFUM ÞÍNUM?  

Stjórn gæti lagt á innlausnargjald sem fer ekki yfir 1% af hreinu eignavirði á hvert hlutabréf. Upplýsingar um innlausnargjaldið, ef um það er að ræða, skulu birtar í viðkomandi viðauka þeirrar útboðslýsingar sem samsvarar þeim undirsjóði sem þú hefur gerst áskrifandi að.    

Innlausnargjaldið skal greitt viðkomandi undirsjóði nema að um annað sé getið í viðkomandi viðauka. Öll gildandi innlausnargjöld skulu dregin frá ágóða vegna endurkaupa sem eru greidd viðkomandi hluthafa. Ef innlausnargjald er lagt á mun hluthöfum tilkynnt um það í athugasemd við samninginn. 

Þegar undirsjóður kaupir/gengur inn í eða selur/gengur út úr fjárfestingum til að bregðast við beiðni um útgáfu eða innlausn hlutabréfa, mun hann vanalega falla í virði sem samsvarar þeim kostnaði sem hann verður fyrir vegna kaupa eða sölu á slíkum fjárfestingum. Þar sem það er tekið fram í viðkomandi viðauka gæti stjórn innheimt álögur til að sporna við þynningu, en markmiðið með því er að draga úr áhrifum slíks kostnaðar (ef hann er verulegur getur hann sett núverandi hluthafa viðkomandi undirsjóðs í verri stöðu) til að varðveita undirliggjandi eignir undirsjóðsins.   

Nánari upplýsingar er að finna í útboðslýsingunni, nánar tiltekið undir „Anti-Dilution Levy“ í hluta 4.4. „NAV-based-adjustments“ og í hluta 7.8 „Redemption Fee“.  

b5)       HVAÐ TEKUR LANGAN TÍMA AÐ SELJA HLUTABRÉF OG FÁ GREIÐSLU?  

Greiðslur í kjölfar innlausna hlutabréfa geta tekið tvo til þrjá uppgjörsdaga eftir viðkomandi verðmatsdag, en það fer eftir hverjum undirsjóði. Sjá útboðslýsingu, nánar tiltekið hluta 3.2.2. „Payment of Repurchase Proceeds“ og viðkomandi viðauka fyrir hvern undirsjóð, í 6. „Share Dealing“ undir „Repurchase Payment Date“.  

b6)       HVERN SKAL HAFA SAMBAND VIÐ EF FREKARI SPURNINGAR VAKNA VEGNA ÞESSA?

Þú getur haft samband við:   

LGT Capital Partners Ltd. 
Schützenstrasse 6 
CH-8808 Pfäffikon 
Liquid Strategies & Investment Structuring (LSIS) 
lgt.cp.ls-legal@lgtcp.com 

c. Auðvelda meðhöndlun upplýsinga og aðgang að ferlum og tilhögun sem vísað er til í 15. grein í tilskipun nr. 2009/65/EB í tengslum við nýtingu á réttindum fjárfesta vegna fjárfestinga þeirra í fyrirtækinu innan þess aðildarríkis þar sem fyrirtækið er markaðssett
c1)       Í HVERJU ERT ÞÚ AÐ FJÁRFESTA?

Þú ert að fjárfesta í flokki undirsjóðs fyrirtækisins, sem er opið regnhlífarfyrirtæki í fjárfestingum með breytilegt hlutafé, takmarkaða ábyrgð og aðgreinda ábyrgð milli undirsjóða, skráð á Írlandi þann 27. mars 2012 og samþykkt af Central Bank sem fyrirtæki í sameiginlegum fjárfestingum í framseljanlegum verðbréfum (UCITS) í samræmi við reglugerðir aðildarríkjanna (fyrirtæki í sameiginlegum fjárfestingum í framseljanlegum verðbréfum), 2011 (S.I. nr. 352 frá 2011).   

Hver undirsjóður leitast við að ná tiltekinni fjárfestingaráætlun og stefnu sem hægt er að leita í innan útboðslýsingarinnar, í viðkomandi viðauka í tengslum við hvern undirsjóð og KID fjárfests undirsjóðs sem er að finna á https://www.lgtcp.com/en/regulatory-information/.    

Vinsamlegast athugaðu að mögulega getur þú ekki fjárfest í öllum flokkum og öllum undirsjóðum sem kynntir eru í útboðslýsingunni og viðaukum hennar, þar sem þeir eru mögulega ekki opnir fyrir áskriftir í þínu landi.    

Kynntu þér útboðslýsingu fyrirtækisins til að fá frekari upplýsingar. 

c2)       HVERJAR ERU HELSTU ÁHÆTTURNAR SAMFARA ÞESSARI FJÁRFESTINGU?

Fjárfesting í hlutabréfunum hefur áhættu í för með sér. Fjárfestingar skulu aðeins gerðar af fjárfestum sem hafa hæfni til að meta áhættu samfara fjárfestingum, þar á meðal að tapa allri fjárfestingunni. Engin trygging er á neinum tíma, einkum til skamms tíma litið, fyrir því að eignasafn undirsjóðs skili neinni ávöxtun eigna eða jafnvel að það haldi núverandi virði sínu. Mögulegir fjárfestar skulu vera meðvitaðir um að virði hlutabréfa getur farið niður allt eins og upp, og því fær fjárfestir mögulega ekki til baka alla þá fjárhæð sem hann hefur fjárfest fyrir. 

Ekki skal ályktað að fjárfesting í hlutabréfunum verði ábatasöm eða að framtíðarafkoma hlutabréfanna verði sú sama og annarra fjárfestingarleiða sem eru undir stjórn fjárfestingastjóra og/eða samstarfsaðila hans. Mögulegir fjárfestar skulu vandlega íhuga þá áhættu sem felst í, en takmarkast ekki við, það sem útlistað er í útboðslýsingunni. Umræðan um áhættuþætti hér að neðan er ekki tæmandi skýring á þeirri áhættu sem felst í fjárfestingum í fyrirtækinu eða nokkrum tilteknum undirsjóði.  

Mismunandi áhætta getur fylgt mismunandi undirsjóðum og/eða flokkum, eins og lýst er ítarlega í útboðslýsingunni og/eða viðkomandi viðauka. Mögulegir fjárfestar skulu skoða útboðslýsinguna og viðkomandi viðauka ítarlega í heild sinni og ráðfæra sig við fagráðgjafa sína áður en þeir leggja fram umsókn um hlutabréf. 

Sjá útboðslýsingu, nánar tiltekið hluta 8. „Risk Factors“ sem og viðkomandi viðauka við útboðslýsinguna fyrir viðkomandi undirsjóð. 

c3)       HVERJAR ERU ÁHÆTTUR FJÁRMAGNSTAPS?

Engin trygging er á neinum tíma, einkum til skamms tíma litið, fyrir því að eignasafn undirsjóðs skili neinni ávöxtun eigna eða jafnvel að það haldi núverandi virði sínu. Mögulegir fjárfestar skulu vera meðvitaðir um að virði hlutabréfa getur farið niður allt eins og upp, og því fær fjárfestir mögulega ekki til baka alla þá fjárhæð sem hann hefur fjárfest fyrir. 

Sjá útboðslýsingu, nánar tiltekið hluta 8. „Risk Factors“ sem og viðkomandi viðauka við útboðslýsinguna fyrir viðkomandi undirsjóð. 

c4)       HVAÐA ÁVÖXTUN GETUR ÞÚ BÚIST VIÐ?  

Fyrri afkoma er ekki vísbending um ávöxtun í framtíðinni.  

Fyrri afkoma er birt fyrir hvern flokk í viðkomandi KID. KID má finna á https://www.lgtcp.com/en/regulatory-information/ (smelltu á „offering“).

C6)      HVERNIG GETUR ÞÚ LAGT FRAM KVÖRTUN EF ÞESS ÞARF?  

Viðskiptavinir geta lagt fram kvartanir skriflega (t.d. bréflega, með tölvupósti eða faxi eða með því að nota kvartanaeyðublaðið á heimasíðunni) eða munnlega (t.d. í eigin persónu eða símleiðis) gjaldfrjálst til:   

LGT Capital Partners (Ireland) Limited, 
Third Floor 
30 Herbert Street  
Dublin 2 
Ireland  
+353 1 433 7420 
+353 1 433 7425 
lgt.cp@lgtcp.com   

Við þurfum eftirfarandi upplýsingar frá þér til að geta afgreitt kvörtun þína: 
-        Samskiptaupplýsingar (fornafn, eftirnafn, heimilisfang, símanúmer, netfang) 
-        Nafn sjóðs/undirsjóðs/hlutabréfaflokks og ISIN-númer eða verðbréfanúmer (ef kvörtun þín varðar sjóð) 
-        Ástæða kvörtunar og hverju hún tengist  
-        Sönnun viðskiptavinar frá þeim tíma þegar ástæða kvörtunar kom upp (ef kvörtun þín varðar sjóð)    

LGT Capital Partners (Ireland) Limited mun tryggja að þegar við höfum móttekið kvörtun þína er hún afgreidd hratt og örugglega og að þú fáir skriflegt svar eftir að við höfum rannsakað kvörtunina. Þú getur sent kvörtun þína á ensku, þýsku, ítölsku eða spænsku. 

Frekari upplýsingar er að finna í kvartanastjórnunarskjalinu á https://www.lgtcp.com/en/regulatory-information

c7)       HVERNIG VERÐUR HAGNAÐUR ÞINN SKATTLAGÐUR?

Mögulegir fjárfestar og hluthafar skulu vera meðvitaðir um að þeir gætu þurft að greiða tekjuskatt, staðgreiðsluskatt, fjármagnstekjuskatt, eignaskatt, stimpilgjöld eða annars konar skatt á úthlutanir eða álitnar úthlutanir frá fyrirtækinu eða einhverjum undirsjóði. Krafan um að greiða slíka skatta mun verða samkvæmt lögum og venjum þess lands þar sem hlutabréfin eru keypt, seld, varðveitt eða innleyst og þess lands þar sem hluthafi hefur búsetu eða tilheyrir og slík lög og venjur geta breyst frá einum tíma til annars.    

Eins og gildir um allar fjárfestingar er engin trygging fyrir því að skattastaða eða fyrirhuguð skattastaða sem er í gildi á þeim tíma þegar fjárfesting í fyrirtækinu er gerð muni gilda um alla framtíð. Mögulegir fjárfestar og hluthafar skulu ráðfæra sig við skattaráðgjafa með tilliti til sinnar tilteknu skattastöðu og skattalegra afleiðinga fjárfestingar í tilteknum undirsjóði.   

Mögulegir hluthafar skulu kynna sér, og þar sem við á, fá ráðgjöf um lög og reglugerðir (eins og þær sem tengjast skattaumhverfi og viðskiptahömlum) sem gilda um áskrift að, og eignarhald og endurkaup á, hlutabréfum þar sem þeir eru ríkisborgarar, hafa búsetu og lögheimili eða þar sem þeir voru stofnaðir, eða hafa samband við sína eigin skattaráðgjafa.   

Frekari upplýsingar er að finna í útboðslýsingunni, nánar tiltekið „Taxation“ í hluta 8. „Risk Factors“ og hluta 9. „Taxation“.    

Kynntu þér einnig útgáfu útboðslýsingarinnar fyrir þitt búsetuland, þar sem hún gæti innihaldið viðbótarupplýsingar um sérstakt skattaumhverfi í þínu landi. 

d. Gera upplýsingar og skjöl sem nauðsynleg eru samkvæmt kafla IX í tilskipun 2009/65/EB aðgengilegar fjárfestum samkvæmt þeim skilyrðum sem kveðið er á um í 94. grein í tilskipun 2009/65/EB, fyrir úttektir og veitingu afrita í tengslum við þær
d1)       HVAR GETUR ÞÚ FENGIÐ AFRIT AF SKRIFLEGUM GÖGNUM SJÓÐSINS?  

Allir fjárfestar eða mögulegir fjárfestar geta snúið sér til LGT Capital Partners Ltd., Schützenstrasse 6, CH-8808 Pfäffikon til að biðja um ókeypis afrit af útboðslýsingunni, upplýsingaskjal fyrir lykilfjárfesta, nýjustu ársskýrslu og nýjustu árshlutaskýrslu, sem og afrit af samþykktum hlutafélagsins.   

Fá má afrit af eftirfarandi skjölum frá fyrirtækinu og fá gjaldfrjálsa úttekt á þeim á skráðri skrifstofu fyrirtækisins á hefðbundnum afgreiðslutíma á virkum degi og á skrifstofum LGT Capital Partners (Ireland) Limited (sjá efnisskráarhluta útboðslýsingarinnar):  
·       samþykktir hlutafélagsins;  
·       nýjustu ársskýrslu og árshlutaskýrslu fyrirtækisins, þegar þær hafa verið gefnar út.    

Einnig geta hluthafar fengið afrit af útboðslýsingunni og uppfært KID á https://www.lgtcp.com/en/regulatory-information/ (smelltu á „offering“) eða á öðrum slíkum vefsvæðum sem hluthöfum verður tilkynnt um fyrirfram frá einum tíma til annars.    

Hver flokkur sem er í boði fyrir áskriftir mun hafa útgefið KID samkvæmt reglum Central Bank. Þrátt fyrir að sumum flokkum sé lýst sem tiltækum í viðaukanum fyrir viðkomandi undirsjóð, er mögulegt að þessir flokkar séu ekki í boði eins og er fyrir áskriftir og ef svo ber undir er KID mögulega ekki tiltækt. 

d2)       HVAR GETUR ÞÚ FENGIÐ HREINT INNLAUSNARVIRÐI SJÓÐSINS OG SÖGULEGA AFKOMU?

Finna má sölu- og kaupverð hlutabréfa fyrirtækisins og allar tilkynningar til fjárfesta á skráðri skrifstofu fyrirtækisins og á vefsvæðinu www.lgtcp.com/en/regulatory-information. Finna má sögulega afkomu fyrirtækisins á https://www.lgtcp.com/en/investment-solutions

e. Veita fjárfestum upplýsingar sem eiga við um þau verkefni sem aðstaðan innir af hendi á varanlegum miðli 
e1)       HVER ER AÐ INNA VERK AÐSTÖÐUNNAR AF HENDI?

Eftirfarandi aðilar sjá um eftirfarandi verk. Finna má samskiptaupplýsingar í hlutanum hér að neðan „Hvern skal hafa samband við ef frekari spurningar vakna?“ 

a)     Afgreiðsla áskrifta, endurkaup og innlausnir og framkvæmd annarra greiðslna til fjárfesta sem tengjast einingum fyrirtækisins, í samræmi við skilyrðin sem kveðið er á um í útboðslýsingunni og upplýsingaskjölum fyrir lykilfjárfesta: RBC ISIL, 

b)     Að veita fjárfestum upplýsingar um hvernig eigi að gera pantanir sem vísað er til í lið a) og hvernig endurkaup og innlausnir eru greiddar: LGT Capital Partners Ltd., 

c)     Að auðvelda meðhöndlun upplýsinga og aðgang að ferlum og tilhögun sem vísað er til í 15. grein í tilskipun nr. 2009/65/EB í tengslum við nýtingu á réttindum fjárfesta vegna fjárfestinga þeirra í UCITS innan þess aðildarríkis þar sem UCITS eru markaðssett LGT Capital Partners Ltd., 

d)     Að gera upplýsingar og skjöl sem nauðsynleg eru samkvæmt kafla IX í tilskipun 2009/65/EB aðgengilegar fjárfestum samkvæmt þeim skilyrðum sem kveðið er á um í 94. grein í tilskipun 2009/65/EB, fyrir úttektir og veitingu afrita í tengslum við þær: LGT Capital Partners Ltd., 

e)     Að veita fjárfestum upplýsingar sem eiga við um þau verkefni sem aðstaðan innir af hendi á varanlegum miðli: LGT Capital Partners Ltd., 

f)      Að starfa sem tengiliður fyrir samskipti við lögbær yfirvöld: LGT Capital Partners Ltd.  

e2)       HVERN SKAL HAFA SAMBAND VIÐ EF FREKARI SPURNINGAR VAKNA?

Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar sem ekki koma fram á þessari vefsíðu, vinsamlegast hafðu samband við eftirfarandi aðila, fyrir spurningar er varða lið a) á aðstöðulistanum: 

RBC ISIL 
4th Floor,  
One George's Quay Plaza,  
George's Quay,  
Dublin 2,  
Ireland 
Dublin_TA_Customer_Support@rbc.com   

Fyrir spurningar er varða liði b) til f) á lista yfir aðstöðu getur þú haft samband við eftirfarandi: 
LGT Capital Partners Ltd. 
Schützenstrasse 6 
CH-8808 Pfäffikon 
Liquid Strategies & Investment Structuring (LSIS) 
lgt.cp.ls-legal@lgtcp.com 

Þessir aðilar munu svara spurningum þínum með tölvupósti innan sanngjarns tíma á einu af opinberum tungumálum lands þíns, eða á ensku, þar sem það er fullnægjandi.