Samkvæmt 92. grein í tilskipun nr. 2009/65/EB frá 13. júlí 2009, með breytingum tilskipunar (ESB) nr. 2019/1160 frá 20. júní 2019, gerir LGT Funds SICAV („UCITS“) aðgengilega, í hverju aðildarríki þar sem það hyggst markaðssetja einingar sínar, aðstöðu til að inna af hendi eftirfarandi verk sem merkt eru a) til f).
Vinsamlegast athugaðu að ef misræmi verður gilda skilyrðin sem kveðið er á um í útboðslýsingu UCITS. Neðangreint er til upplýsinga einvörðungu og er veitt í samræmi við 92. grein í tilskipun nr. 2009/65/EB frá 13. júlí 2009.
Skilgreindir skilmálar sem notaðir eru í þessu skjali, og eru ekki á annan hátt skilgreindir í þessu skjali, skulu hafa sömu merkingu og þeim er gefin í útboðslýsingu UCITS.
Eins og kveðið er á um í útboðslýsingu UCITS mun LGT Bank Ltd. („stjórnandinn“) vinna úr öllum áskriftum og innlausnarpöntunum frá fjárfestum og framkvæma aðrar viðeigandi greiðslur til fjárfesta með tilliti til UCITS.
Hægt er að hafa samband við LGT Bank Ltd. með eftirfarandi samskiptaupplýsingum:
LGT Bank Ltd.,
Herrengasse 12,
9490 Vaduz,
Liechtenstein
info@lgt.com
Útgáfa eininga
Í upphafi er hægt að kaupa einingar á upprunalegum áskriftardegi á upprunalegu áskriftarverði. Eftir það er hægt að kaupa einingar á áskriftarverði á hverjum áskriftardegi.
Beiðnir um áskrift verða að berast vörsluaðila á eða fyrir tímafrest áskriftar.
Eftir að gengið hefur verið úr skugga um að áskrifandi uppfylli viðeigandi kröfur um áskrift að undirsjóði, verður hann eigandi eininga og hefur þátttöku sína í afkomu eininganna frá og með viðkomandi áskriftardegi.
Engar einingar skulu gefnar út nema að lokið hafi verið við öll smáatriði skráningar og að kröfur vegna forvarna gegn peningaþvætti hafi verið uppfylltar.
Einingar verða eingöngu á skráðu formi og engin einingavottorð verða gefin út. Vörsluaðili sendir tilkynningu til staðfestingar til þeirra áskrifenda sem eiga samþykktar umsóknir eftir að skorið hefur verið úr um hreint eignavirði og fjölda eininga sem gefnar eru út til áskrifenda.
Fyrirtæki í sameiginlegum fjárfestingum í framseljanlegum verðbréfum (UCITS) eða rekstrarfélagið fyrir hönd UCITS geta hvenær sem er hafnað umsóknum um áskriftir eða tímabundið takmarkað, stöðvað eða hætt algjörlega útgáfu á einingum, en þá mun mótteknum greiðslum vegna umsókna um áskriftir sem ekki hafa enn verið afgreiddar skilað án vaxta á þá reikninga þaðan sem þær komu (sjáið hlutann „Anti-Money Laundering and Countering Terrorist Financing Measures“ í útboðslýsingunni).
Ekki má gefa út neinar einingar á meðan hreint eignavirði, hreint eignavirði á hvern flokk eða hreint eignavirði á hverja einingu liggur ekki fyrir eða á meðan UCITS eða rekstrarfélagið, fyrir hönd UCITS, hefur lýst yfir stöðvun á útgáfu á einingum í einum eða fleiri flokkum. Vörsluaðili skal ekki samþykkja neinar umsóknir um einingar sem lagðar eru fram á meðan á slíkri stöðvun stendur.
Áskrifandi getur ekki dregið beiðni sína um áskrift til baka þegar hún hefur verið lögð fram og móttekin af vörsluaðila, nema ef UCITS eða rekstrarfélagið, sem gætir hagsmuna eigenda eininga ákveður að leyfa að slík beiðni sé dregin til baka, að fullu eða að hluta til.
Lágmarksáskrift
Lágmarksupphæð stofnáskriftar og lágmarksupphæð viðbótaráskriftar fyrir einingar á hvern eiganda eininga með tilliti til hvers undirsjóðs eru tilgreindar í viðauka A við samþykktir hlutafélags UCITS.
Tímafrestur viðskipta
Umsóknir sem eru mótteknar eftir tímafrest áskriftar verða skráðar fyrir áskrift á næsta áskriftardegi á eftir.
Áskriftarverð
Einingar í hverjum flokki verða í boði fyrir fjárfesta fyrir hvern undirsjóð á upprunalegum áskriftardegi á upprunalegu áskriftarverði eins og kveðið er á um í viðauka A við samþykktir hlutafélags UCITS fyrir hvern undirsjóð, að greiddu áskriftargjaldi (sjáið viðauka A) og viðeigandi sköttum, álögum eða gjöldum (sjáið hlutann „Charges and Expenses“ í útboðslýsingunni).
Eftir upprunalegan áskriftardag verða einingarnar verðmetnar á viðkomandi verðmatsdegi. Eftir upprunalegan áskriftardag verður áskriftargjaldið á hverja einingu því hreint eignavirði á hverja einingu með tilliti til þess áskriftardags sem einingarnar eru gefnar út á (áskriftarverðið) að viðbættu áskriftargjaldi, ef slíkt gjald á við, eins og kveðið er á um í viðauka A við samþykktir hlutafélags fyrir hvern undirsjóð og að greiddum viðeigandi sköttum, álögum eða gjöldum.
Greiðslur fyrir einingar
Að því undanskildu að áskrifandi hafi gert ráðstafanir með rekstrarfélaginu eða vörsluaðila um að greiðslur séu í öðrum gjaldmiðli eða með öðrum hætti, verða greiðslur í gjaldmiðli eininganna samkvæmt þeirri aðferð sem útboðslýsingin kveður á um. Séu aðrar ráðstafanir gerðar verður umsóknarfé sem ekki er í einingargjaldmiðlinum umbreytt í einingargjaldmiðilinn og allur bankakostnaður og annar úrvinnslukostnaður verður dreginn frá umsóknarfénu fyrir fjárfestingu í einingum.
Full greiðsla fyrir einingar verður að berast vörsluaðilanum á eða fyrir greiðsludagsetningu áskriftar eins og kveðið er á um í viðauka A við samþykktir hlutafélags fyrir hvern undirsjóð. UCITS eða rekstrarfélagið fyrir hönd UCITS getur tekið á móti greiðslum í verðbréfum, hrávörum eða öðrum fjármálagerningum eða öðrum hagsmunum („áskrift í sama [e. in-specie]“ eins og kveðið er á um í útboðslýsingu UCITS) eða að hluta í reiðufé og að hluta í sama, að því gefnu að slíkar eignir séu innan fjárfestingarmarkmiðs, stefnu og takmarkana viðeigandi undirsjóðs og að framsal á téðum eignum sé í samræmi við taktíska fjárfestingarstefnu rekstrarfélagsins.
Að því undanskildu að UCITS eða rekstrarfélagið fyrir hönd UCITS ákveði annað, verða engar einingar gefnar út nema að viðeigandi umsóknarfé og/eða eignir hafi verið mótteknar að fullu af undirsjóðnum.
Nánari upplýsingar er að finna í samþykktum hlutafélagsins og útboðslýsingunni, nánar tiltekið hluta 7 „Investing in the UCITS“.
Vinsamlegast athugaðu að mögulega getur þú ekki fjárfest í öllum einingum og öllum undirsjóðum sem kynntir eru í útboðslýsingunni og viðaukum hennar, þar sem þeir eru mögulega ekki opnir fyrir áskriftir í þínu landi.
Rekstrarfélagið getur innheimt áskriftargjald eins og lýst er í viðauka A við samþykktir hlutafélags sem er hlutfall af áskriftarverðinu. Rekstrarfélagið getur að eigin geðþótta haldið eftir öllu áskriftargjaldinu eða hluta þess, sem greitt er til vörsluaðilans og/eða úthlutunaraðila.
Nánari upplýsingar er að finna í samþykktum hlutafélagsins og útboðslýsingunni, nánar tiltekið hluta 7 „Investing in the UCITS“ og hluta 11 „Charges and Expenses“ í útboðslýsingunni, sem og í þeim hluta sem tengist viðkomandi undirsjóði í viðauka A við samþykktir hlutafélags UCITS.
Beiðnir um innlausnir eininga verða að berast í gegnum innlausnareyðublað eins og það kemur frá vörsluaðilanum samkvæmt beiðni eða í gegnum viðurkenndan rafrænan viðskiptaverkvang.
Upphæð hlutainnlausnar má ekki vera undir lágmarksupphæð innlausnar eins og kveðið er á um í viðauka A við samþykktir hlutafélags fyrir hvern undirsjóð, en upphæðin er háð afsali, lækkun eða hækkun UCITS eða rekstrarfélagsins fyrir hönd UCITS. Þess er vænst að eftirstandandi fjárfesting eiganda eininga í einingunum sé a.m.k. lágmarksupphæð eignar eins og kveðið er á um í viðauka A við samþykktir hlutafélags fyrir hvern undirsjóð, en upphæðin er háð afsali, lækkun eða hækkun UCITS eða rekstrarfélagsins fyrir hönd UCITS.
Hægt er að innleysa einingar á innlausnardegi. Beiðnir um innlausn verða að berast vörsluaðila á eða fyrir tímafrest innlausnar. Umsóknir um innlausn sem eru mótteknar eftir tímafrest innlausnar verða afgreiddar á næsta innlausnardegi á eftir. Við eðlilegar kringumstæður verður greiðsla fyrir innleystar einingar að fara fram á greiðsludegi innlausnar eins og kveðið er á um í viðauka A við samþykktir hlutafélags fyrir hvern undirsjóð.
Hvort sem einingar eru innleystar viljandi eða samkvæmt lögum skal ágóði innlausnar greiddur í reiðufé, eða, ef eigandi eininga samþykkir það, í verðbréfum, hrávörum eða öðrum fjármálagerningum eða öðrum hagsmunum („innlausn í sama“ [e. in-specie]) eða einhvers konar samsetningu þessa.
Þegar reiðufé er úthlutað vegna innlausnar skal ágóðinn almennt greiddur í gjaldmiðli eininga með bankamillifærslu, en engir vextir reiknast á slíkar greiðslur. Allur kostnaður við millifærslur skal vera borinn af eiganda eininga og draga má hann frá innlausnarfé.
Nánari upplýsingar er að finna í samþykktum hlutafélagsins og útboðslýsingunni, nánar tiltekið hluta 7.3 „Redemption of Units“ í útboðslýsingunni, sem og í þeim hluta sem tengist viðkomandi undirsjóði í viðauka A við samþykktir hlutafélags UCITS.
Einingar verða innleystar á innlausnarverði að frádregnu innlausnargjaldi, ef slíkt gjald á við, eins og kveðið er á um í viðauka A við samþykktir hlutafélags fyrir hvern undirsjóð og að greiddum viðeigandi sköttum, álögum eða gjöldum.
Rekstrarfélagið getur innheimt innlausnargjald eins og lýst er í viðauka A við samþykktir hlutafélags sem er hlutfall af innlausnarverðinu. Rekstrarfélagið getur að eigin geðþótta haldið eftir öllu innlausnargjaldinu eða hluta þess, sem greitt er til vörsluaðilans og/eða úthlutunaraðila.
Nánari upplýsingar er að finna í samþykktum hlutafélagsins og útboðslýsingunni, nánar tiltekið hluta 11 „Charges and Expenses“ í útboðslýsingunni, sem og í viðauka A við samþykktir hlutafélagsins (hlutum sem tengjast undirsjóðunum).
Við eðlilegar kringumstæður verður greiðsla fyrir innleystar einingar að fara fram á greiðsludegi innlausnar eins og kveðið er á um í viðauka A við samþykktir hlutafélags fyrir hvern undirsjóð.
Nánari upplýsingar er að finna í samþykktum hlutafélagsins og útboðslýsingunni, nánar tekið hluta 7.3.2 „Redemption Process“ í útboðslýsingunni og í þeim hluta sem tengist viðkomandi undirsjóði í viðauka A við samþykktir hlutafélags UCITS.
Þú getur haft samband við:
LGT Capital Partners Ltd.
Schützenstrasse 6
CH-8808 Pfäffikon
Liquid Strategies & Investment Structuring (LSIS)
lgt.cp.ls-legal@lgtcp.com
Þú ert að fjárfesta í einingum undirsjóðs UCITS, fjárfestingafyrirtæki með breytilegt hlutafé sem stofnsett er samkvæmt lögum í Liechtenstein sem fyrirtæki í sameiginlegum fjárfestingum í framseljanlegum verðbréfum. UCITS var stofnsett og skráð í viðskiptaskrá í Liechtenstein þann 7. febrúar 2003 og samþykkt af FMA sem fyrirtæki í sameiginlegum fjárfestingum í framseljanlegum verðbréfum samkvæmt lögum um UCITS. UCITS hefur verið stofnsett í samræmi við lög í Liechtenstein í óákveðinn tíma án takmarkana hvað varðar hlutafé. UCITS hefur lagalegt form fjárfestingafyrirtækis með breytilegt hlutafé.
UCITS er byggt upp sem regnhlífasjóður sem getur samanstaðið af einum eða fleiri undirsjóðum, sem úthluta fjárfestu hlutafé samkvæmt viðkomandi fjárfestingarstefnum sem kveðið er á um í viðauka A við samþykktir hlutafélagsins.
Í hverjum sjóði eru safn eigna og skulda sem aðskildar eru frá öðrum undirsjóðum UCITS, og, samkvæmt lögum í Liechtenstein, eru eignir eins undirsjóðs ekki til þess ætlaðar að uppfylla skuldbindingar annars undirsjóðs. Eignir og skuldir hvers undirsjóðs eru sem slíkar aðskildar frá eignum og skuldum hinna undirsjóðanna.
Hver undirsjóður leitast við að ná tiltekinni fjárfestingaráætlun og stefnu sem hægt er að leita í innan viðauka A við samþykktir hlutafélagsins, í hluta viðkomandi undirsjóðs, og í KID fjárfests undirsjóðs sem er að finna á https://www.lgtcp.com/en/regulatory-information/.
Vinsamlegast athugaðu að mögulega getur þú ekki fjárfest í öllum einingum og öllum undirsjóðum sem kynntir eru í viðauka A við samþykktir hlutafélagsins, þar sem þeir eru mögulega ekki opnir fyrir áskriftir í þínu landi.
Nánari upplýsingar er að finna í samþykktum hlutafélagsins og útboðslýsingu UCITS, og í þeim hluta sem tengist viðkomandi undirsjóði í viðauka A við samþykktir hlutafélags UCITS.
Mögulegir fjárfestar skulu vera meðvitaðir um að í fjárfestingu í undirsjóði getur verið fólgin önnur einstök áhætta frá einum tíma til annars. Ákveðin áhætta fylgir fjárfestingum í undirsjóðunum. Mismunandi áhætta getur fylgt mismunandi undirsjóðum og/eða einingum, eins og lýst er ítarlega í útboðslýsingunni og/eða viðauka A við samþykktir hlutafélagsins. Mögulegir fjárfestar skulu skoða útboðslýsingu UCITS og viðkomandi viðauka ítarlega í heild sinni og ráðfæra sig við fagaðila og fjármálaráðgjafa sína áður en þeir leggja fram umsókn um einingar.
Mögulegir fjárfestar skulu vera meðvitaðir um að virði eininga og tekjur af þeim geta farið niður allt eins og upp, og því fær fjárfestir mögulega ekki til baka alla þá fjárhæð sem hann hefur fjárfest fyrir, og að aðeins einstaklingar sem geta þolað tap á fjárfestingum sínum og geta metið áhættu samfara þeim skulu standa í fjárfestingum. Ekki skal treyst á fyrri afkomu hvers undirsjóðs UCITS eða undirsjóðs annarra fjárfestingaráætlana undir stjórn rekstrarfélagsins sem vísbendingu um afkomu í framtíðinni. Athygli mögulegra fjárfesta er vakin á þeirri skattalegu áhættu sem tengist fjárfestingum í UCITS.
Verðbréf og gerningar þeir sem UCITS fjárfesta í eru háð eðlilegum markaðssveiflum og annarri áhættu sem fylgir slíkum fjárfestingum og engin trygging er fyrir því að nokkur aukning á virði muni eiga sér stað.
Vinsamlegast sjáið samþykktir hlutafélagsins og útboðslýsingu, nánar tiltekið hluta 5. „Risk Factors“ í útboðslýsingunni, sem og viðauka A við samþykktir hlutafélagsins (hluta sem tengjast hverjum undirsjóði).
Mögulegir fjárfestar skulu vera meðvitaðir um að virði eininga og tekjur af þeim geta farið niður allt eins og upp, og því fær fjárfestir mögulega ekki til baka alla þá fjárhæð sem hann hefur fjárfest fyrir, og að aðeins einstaklingar sem geta þolað tap á fjárfestingum sínum og geta metið áhættu samfara þeim skulu standa í fjárfestingum.
Vinsamlegast sjáið samþykktir hlutafélagsins og útboðslýsingu, nánar tiltekið hluta 5 „Risk Factors“ í útboðslýsingunni, sem og viðauka A við samþykktir hlutafélagsins (hluta sem tengjast hverjum undirsjóði).
Ekki skal treyst á fyrri afkomu hvers undirsjóðs UCITS eða undirsjóðs annarra fjárfestingaráætlana undir stjórn rekstrarfélagsins sem vísbendingu um afkomu í framtíðinni.
Fyrri afkoma er birt fyrir hvern flokk í viðkomandi KID. KID má finna á https://www.lgtcp.com/en/investment-solutions.
Finna má upplýsingar um afgreiðslu kvartana og upplýsingar um réttindi fjárfesta, á ensku, á https://www.lgtcp.com/en/regulatory-information/.
Viðskiptavinir geta lagt fram kvartanir skriflega (t.d. bréflega, með tölvupósti eða faxi eða með því að nota kvartanaeyðublaðið á heimasíðunni) eða munnlega (t.d. í eigin persónu eða símleiðis) gjaldfrjálst til:
LGT Capital Partners (FL) Ltd.
Herrengasse 12
9490 Vaduz
Liechtenstein
+423 235 25 25
+423 375 49 90
lgt.cp@lgt.com
Við þurfum eftirfarandi upplýsingar frá þér til að geta afgreitt kvörtun þína:
- Samskiptaupplýsingar (fornafn, eftirnafn, heimilisfang, símanúmer, netfang)
- Nafn sjóðs/undirsjóðs/flokks og ISIN-númer eða verðbréfanúmer (ef kvörtun þín varðar sjóð)
- Ástæða kvörtunar og hverju hún tengist
- Sönnun viðskiptavinar frá þeim tíma þegar ástæða kvörtunar kom upp (ef kvörtun þín varðar sjóð)
LGT Capital Partners (FL) Ltd. mun tryggja að þegar við höfum móttekið kvörtun þína er hún afgreidd hratt og örugglega og að þú fáir skriflegt svar eftir að við höfum rannsakað kvörtunina.
Þú getur sent kvörtun þína á ensku, þýsku, ítölsku eða spænsku.
Frekari upplýsingar er að finna í kvartanastjórnunarskjalinu á https://www.lgtcp.com/en/regulatory-information/.
Mögulegir fjárfestar og eigendur eininga skulu vera meðvitaðir um að þeir gætu þurft að greiða tekjuskatt, staðgreiðsluskatt, fjármagnstekjuskatt, eignaskatt, stimpilgjöld eða annars konar skatt á úthlutanir eða álitnar úthlutanir frá UCITS eða einhverjum undirsjóði. Krafan um að greiða slíka skatta mun verða samkvæmt lögum og venjum þess lands þar sem einingarnar eru keyptar, seldar, varðveittar eða innleystar og þess lands þar sem eigandi eininga hefur búsetu eða tilheyrir og slík lög og venjur geta breyst frá einum tíma til annars.
Eins og gildir um allar fjárfestingar er engin trygging fyrir því að skattastaða eða fyrirhuguð skattastaða sem er í gildi á þeim tíma þegar fjárfesting í UCITS er gerð muni gilda um alla framtíð. Mögulegir fjárfestar og eigendur eininga skulu ráðfæra sig við skattaráðgjafa með tilliti til sinnar tilteknu skattastöðu og skattalegra afleiðinga fjárfestingar í tilteknum undirsjóði.
Mögulegir eigendur eininga skulu kynna sér, og þar sem við á, fá ráðgjöf um lög og reglugerðir (eins og þær sem tengjast skattaumhverfi og viðskiptahömlum) sem gilda um áskrift að, og eignarhald og endurkaup á, einingum þar sem þeir eru ríkisborgarar, hafa búsetu og lögheimili eða þar sem þeir voru stofnaðir, eða hafa samband við sína eigin skattaráðgjafa.
Nánari upplýsingar er að finna í samþykktum hlutafélagsins og útboðslýsingunni, nánar tiltekið hluta 10 „Tax Provisions“ í útboðslýsingunni og í þeim hluta sem tengist viðkomandi undirsjóði í viðauka A við samþykktir hlutafélagsins, undir „Taxes“.
Kynntu þér einnig útgáfu útboðslýsingarinnar fyrir þitt búsetuland, þar sem hún gæti innihaldið viðbótarupplýsingar um sérstakt skattaumhverfi í þínu landi.
Allir fjárfestar eða mögulegir fjárfestar geta snúið sér til LGT Capital Partners Ltd., Schützenstrasse 6, CH-8808 Pfäffikon til að biðja um ókeypis afrit af útboðslýsingunni, KID, nýjustu ársskýrslu og nýjustu árshlutaskýrslu, sem og afrit af samþykktum hlutafélags UCITS.
Ennfremur má fá fylgiskjöl UCITS og KID, ásamt nýjustu árs- og árshlutaskýrslum, frá rekstrarfélaginu, gjaldfrjálst á varanlegu gagnaflutningssniði, frá vörsluaðila, greiðsluaðilum fyrir UCITS og öllum öðrum viðurkenndum úthlutunaraðilum fyrir undirsjóðina í Liechtenstein og erlendis, sem á vefsvæði LAFV á www.lafv.li.
Einnig má finna nánari upplýsing varðandi UCITS og/eða undirsjóðina á www.lgtcp.com/en/regulatory-information eða hjá skráðum skrifstofum UCITS, rekstrarfélagi og vörsluaðila.
Hver flokkur sem er í boði fyrir áskriftir mun hafa útgefið KID fyrir viðkomandi búsetuland fjárfestisins. Þrátt fyrir að sumum flokkum sé lýst sem tiltækum í viðaukanum fyrir viðkomandi undirsjóð, er mögulegt að þessir flokkar séu ekki í boði eins og er fyrir áskriftir og ef svo ber undir er KID mögulega ekki tiltækt.
NAV og fyrri afkoma hvers undirsjóðs (þar á meðal eininga) verða birt, þegar þau verða tiltæk, á vefsvæði LAFV (www.lafv.li) og í viðkomandi KID. Finna má sögulega afkomu á https://www.lgtcp.com/en/investment-solutions.
Einnig má finna sölu- og kaupverð hlutabréfa UCITS og allar tilkynningar til fjárfesta á skráðri skrifstofu UCITS og á vefsvæðinu www.lgtcp.com/en/regulatory-information.
Eftirfarandi aðilar sjá um eftirfarandi verk. Finna má samskiptaupplýsingar í hlutanum hér að neðan „Hvern skal hafa samband við ef frekari spurningar vakna?“
a) Afgreiðsla áskrifta, endurkaup og innlausnir og framkvæmd annarra greiðslna til fjárfesta sem tengjast einingum UCITS, í samræmi við skilyrðin sem kveðið er á um í útboðslýsingunni og upplýsingaskjölum fyrir lykilfjárfesta: LGT Bank Ltd.,
b) Að veita fjárfestum upplýsingar um hvernig eigi að gera pantanir sem vísað er til í lið a) og hvernig endurkaup og innlausnir eru greiddar: LGT Capital Partners Ltd,
c) Að auðvelda meðhöndlun upplýsinga og aðgang að ferlum og tilhögun sem vísað er til í 15. grein í tilskipun nr. 2009/65/EB í tengslum við nýtingu á réttindum fjárfesta vegna fjárfestinga þeirra í UCITS innan þess aðildarríkis þar sem UCITS eru markaðssett LGT Capital Partners Ltd,
d) Að gera upplýsingar og skjöl sem nauðsynleg eru samkvæmt kafla IX í tilskipun 2009/65/EB aðgengilegar fjárfestum samkvæmt þeim skilyrðum sem kveðið er á um í 94. grein í tilskipun 2009/65/EB, fyrir úttektir og veitingu afrita í tengslum við þær: LGT Capital Partners Ltd,
e) Að veita fjárfestum upplýsingar sem eiga við um þau verkefni sem aðstaðan innir af hendi á varanlegum miðli: LGT Capital Partners Ltd,
f) Að starfa sem tengiliður fyrir samskipti við lögbær yfirvöld: LGT Capital Partners Ltd.
Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar sem ekki koma fram á þessar vefsíðu geturðu haft samband við eftirfarandi fyrir spurningar er varða lið a):
LGT Bank Ltd.,
Herrengasse 12,
9490 Vaduz,
Liechtenstein
info@lgt.com
Fyrir spurningar er varða liði b) til f) á lista yfir aðstöðu getur þú haft samband við eftirfarandi:
LGT Capital Partners Ltd.
Schützenstrasse 6
CH-8808 Pfäffikon
Liquid Strategies & Investment Structuring (LSIS)
lgt.cp.ls-legal@lgtcp.com
Þessir aðilar munu svara spurningum þínum með tölvupósti innan sanngjarns tíma á einu af opinberum tungumálum lands þíns, eða á ensku, þar sem það er fullnægjandi.